Fara í efni  

Dagskrá Írskra daga 2009

Dagskrá Írskra daga er nú loksins komin "í loftið". Þó að dagskráin taki mið af þeim breyttu tímum sem Íslendingar lifa nú eru þarna flestir þeirra hefðbundnu dagskrárliða sem í boði hafa verið undanfarin ár; götugrill og kvöldvaka í miðbænum á föstudagskvöldi þar sem Páll Óskar heldur uppi fjörinu ásamt tískusýningum frá verslunum í miðbænum. Á laugardeginum verður markaðsstemning á Jaðarsbökkum en þátttakendur á markaðnum hafa aldrei verið fleiri eða liðlega 70 talsins. Fjölbreytt fjölskyldudagskrá er í boði fram eftir degi og um kvöldið fer svo hið árlega Lopapeysuball fram þar sem Raggi Bjarna, Egó og Sálin sjá um að halda fólki á tánum. Fjörið hefst reyndar með brekkusögn á Þyrlupallinum þar sem Eyjólfur Kristjánsson hitar upp fyrir ballið sjálft. Á sunnudeginum verður svo fjölskyldudagskrá í Garðalundi þar sem Brúðubíllinn mun m.a. skemmta börnunum. Allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi á Írskum dögum í ár.

 

 

 

Góða skemmtun á Írskum dögum!

 

 

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00