Fara í efni  

Dagforeldrar sameinast um námskeiðahald

Í síðustu viku sóttu dagforeldrar af Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Akranesi námskeið um ,,Slysavarnir og fyrstu hjálp".  Námskeiðið var haldið í Mosfellsbæ og er á vegum daggæsluráðgjafa í viðkomandi sveitarfélögum. 9 dagforeldrar frá Akranesi sóttu námskeiðið, sem er það fyrra af tveimur, en seinna námskeiðið verður haldið í kvöld og er yfirskrift þess ,,Hollur og næringarríkur matur fyrir lítil börn".  Dagforeldrar lýstu ánægju sinni með efni námskeiðanna og að fá tækifæri til að hitta kollega sína í öðrum sveitarfélögum.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00