Fara í efni  

Byggingaskýrsla Akraness árið 2006

 


Frá byggingu Akraneshallar 

Árið 2006 var það stærsta í byggingum hingað til á Akranesi.  359 íbúðir voru í byggingu á árinu miðað við 257 íbúðir á árinu 2005.  Framkvæmdir hófust við 145 nýjar íbúðir á árinu. Verslunar- og iðnaðarhúsnæði sem var í byggingu í árslok var um 12.500 m2 og opinberar byggingar sem voru í byggingu á árinu voru um 18.400 m2, en þar var ein bygging öðrum stærri, eða Akraneshöllin um 8.900 m2, en hún var tekin í notkun síðla árs 2006.

 

 

 

 

 

 

Margar fróðlegar upplýsingar má sjá í skýrslunni sem Runólfur Þ. Sigurðsson, byggingarfulltrúi, hefur tekið saman, t.d. yfirlit yfir fjölda bygginga eftir tegundum og rúmmáli frá árinu 1981 ? 2006 ásamt margvíslegum öðrum fróðleik um byggingarframkvæmdir á Akranesi undanfarinna áratuga.

 

Byggingaskýrsluna er hægt að sjá í heild sinni HÉR


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00