Fara í efni  

Byggingarframkvæmdir á Akranesi 2004


Framkvæmdir í Flatahverfi
Mikil gróska hefur verið í byggingu íbúða á Akranesi síðastliðin ár.Aðal byggingasvæðið fyrir íbúðir er í Flatahverfi sem er 500 íbúða hverfi austan Garðagrundar og á milli byggðasafnsins og Þjóðbrautar.  Flatahverfi er áfangaskipt og hefur hver áfanginn á fætur öðrum verið deiliskipulagður og lóðum úthlutað jafnharðan. Smellið hér til að lesa byggingaskýrslu fyrir árið 2004.


 

 


Mikil breyting hefur átt sér stað sl. ár, hversu lengi íbúðabyggingar eru í byggingu.  Ekki var óalgengt að íbúðabyggingar væru um það bil tíu ár í byggingu, en í dag eru flestar íbúðabyggingar um það bil eitt ár í byggingu. 
Bæjaryfirvöld hafa orðið að bregðast við þessum breytingum í eftirspurn eftir byggingarlóðum, með því að hraða vinnu við deiliskipulagsgerð.


 


Á árinu 2004 var hafin bygging 81 íbúðar, aðallega í Flatahverfi en einnig var nokkuð um að íbúðir væru gerðar í eldra húsnæði víðsvegar í bænum.  Um áramótin lágu fyrir um 80 samþykktar afgreiðslur fyrir íbúðum hjá byggingarfulltrúa, þar sem framkvæmdir voru ekki hafnar.


Búast má við að ekki verði minna um byggingarframkvæmdir á árinu 2005 en á síðasta ári, en þó með þeirri breytingu að uppbygging er hafin í gamla miðbænum og líkur eru á að framkvæmdir hefjist á miðbæjarsvæði við stjórnsýsluhúsið.


    
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00