Fara í efni  

Breyttur afgreiðslutími hjá Bókasafni Akraness

Frá og með 1. október breytist afgreiðslutími bókasafnsins lítillega og er það von starfsfólks bókasafnsins að viðskiptavinum falli það vel. Safnið verður alltaf opnað kl. 11.00 að morgni og lokað klukkutíma fyrr en áður eða kl. 19 mánudaga-fimmtudaga, kl. 18 á föstudögum og kl. 14 á laugardögum.  Opið verður í hádeginu og rétt er að benda á að dagblaðahornið er aðgengilegt frá kl. 8 á morgnana virka daga. Tilvalið fyrir þá morgunhressu að koma við í bókasafninu á morgnana og lesa dagblöðin. 

 


Opið: mánudaga - fimmtudaga kl. 11 - 19


         föstudaga kl. 11 - 18


         laugardaga kl. 11 - 14 (okt.-apríl)


 


Verið velkomin í bókasafnið - starfsfólkið.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00