Fara í efni  

Breytingartillaga á áður samþykktri álagningu gjalda 2009

Eftirfarandi tillaga að breytingu  á áður samþykktri álagningu gjalda fyrir árið 2009 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Akraness 13. jan. 2009:


 


,,Útsvar á árinu 2009 verði 13.28%.


Fasteignaskattur verði eftirfarandi á árinu 2009:


0,31% af álagningarstofni íbúðarhúsa ásamt lóðarleiguréttindum erfðafestulanda og jarðeigna skv. a-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.


1,32% af öllum fasteignum skv. b-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.


1,32% af öllum öðrum fasteignum skv. c-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.


Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2009 verði 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní og 15. júlí, en eindagi gjaldanna verði 30 dögum síðar eða næsta virkan dag beri hann upp á helgidag.


Sorphreinsunargjald vegna íbúðarhúsnæðis verði kr. 8.990.- fyrir hverja íbúð miðað við eina sorptunnu og sorpeyðingargjald verði kr. 10.200,-.  Gjöldin verði innheimt með fasteignagjöldum.


Lóðarleiga af nýjum lóðum og endurnýjuðum samningum verði 1,3% af fasteignamatsverði atvinnulóða og 0,92% af fasteignamatsverði íbúðarhúsalóða og innheimt með fasteignagjöldum.


Felldur verði niður fasteignaskattur  á árinu 2009,  hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í samræmi við sérstakar reglur bæjarstjórnar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.


1.    Holræsagjald verði 0,194% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis og 0,216% af fasteignamati atvinnuhúsnæðis.


2.    Vatnsgjald ársins 2009 er ­­kr. 170.- á hvern fermetra miðað við hverja matseiningu samkvæmt fasteignamati auk fastagjalds kr. 4.396.-


Bílskúrar og sambærilegt húsnæði er undanþegið fastagjaldi.  Heimilt er að fella niður fastagjald af húsnæði sem ekki er tengt vatnsveitu.  Ekki er innheimt vatnsgjald af húsnæði utan dreifikerfis vatnsveitunnar.  Vatnsgjald fer aldrei yfir 0,5% af fasteignamati.  Vatnsgjald þetta er miðað við byggingarvísitölu í desember 2001 og uppfærist samkvæmt henni ár hvert.


Vatnsgjald innheimtist með fasteignagjöldum Akraneskaupstaðar.


Vatnsgjald og holræsagjald til Orkuveitu Reykjavíkur tekur breytingum byggingarvísitölu á milli ára í samræmi við samninga Akraneskaupstaðar og Orkuveitu Reykjavíkur.


Hækkun byggingarvísitölu milli ára er 26,767%.


Álagningarstofn tekur ekki breytingum milli ára.


Gjöld sem nema lægri upphæð en kr. 10.000.- í heildarálagningu skal innheimta með einum gjalddaga á ári þann 15. apríl.?


 


Ath.: Breytingar frá áður samþykktri álagningu eru feitletraðar.


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00