Fara í efni  

Breytingar á rekstri Gámu frá 1. október n.k.

Þann 1. október n.k. mun Gámaþjónusta Vesturlands ehf annast rekstur sorpmóttökustaðarins Gámu við Höfðasel.  Samningur þar um var undirritaður og samþykktur í bæjarráði fimmtudaginn 27. september s.l.  Gámaþjónusta Vesturlands ehf. mun þannig annast alhliða þjónustu í sorpmálum á Akranesi, en fyrir utan yfirtöku reksturs Gámu, annast fyrirtækið einnig sorphreinsun og rekstur móttökustöðva fyrir flokkað sorp á Akranesi.


 

Samhliða þessari breytingu hefur verið ákveðið að hér eftir verði innheimt fyrir móttöku sorps með sama hætti og er á Reykjavíkursvæðinu, þannig að kostnaður fyrir einstaklinga og fyrirtæki við að losa sig við ýmiskonar sorp, verður sá hinn sami og er á sorpsamlagssvæði Sorpu að hámarki.  Hægt er að fá nánari upplýsingar um gjaldskrár hér http://www.sorpa.is/user/cat/20/0/104


 


 


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00