Helstu breytingar verða þessar:
? Tekin verður í notkun ný strætóleið ? Leið 58 ? sem keyrir milli Borgarness og Hvalfjarðarganga á annatímum. Utan annatíma fer umrædd leið í Háholt í Mosfellsbæ.
? Leið 57 mun keyra milli Akraness og Háholts og taka upp farþega frá Borgarnesi á planinu við Hvalfjarðargöngin.
? Brottfarartími strætisvagna frá Háholti síðdegis verður færður í fyrra horf og verða brottfarir 45 mínútum yfir heila tímann.
? Aukavagn á Leið 6 mun í fyrstu ferðum að morgni keyra beina leið milli Háholts og Ártúns.
? Óskað hefur verið eftir að rekstraraðilar innanbæjarstrætós á Akranesi fari aukaferð um Grundarhverfið á Akranesi að morgni dags virka daga til að tengja betur íbúa svæðisins við fyrstu ferð á leið 57.
? Á leið 58 verða farnar sex ferðir á dag virka daga. Fjórar tengjast Leið 57 til Háholts á plani við Hvalfjarðargöng, tvær ferðir fara alla leið í Háholt. Fjórar ferðir verða milli Borgarness og Háholts á laugardögum og þrjár á sunnudögum.
? Þeir íbúar svæðisins sem eiga eldri afsláttarkort með gildistíma fram á árið 2009 geta skipt þeim út fyrir ný kort með sama gildistíma. Enginn aukakostnaður fylgir skiptunum. Farmiðasala Strætó bs. á annarri hæð í Mjódd sér um framkvæmdina.
Meðfylgjandi eru nýjar tímatöflur á leiðum 57 og 58 sem taka gildi að morgni mánudagsins 19. janúar.