Fara í efni  

Breyting á skólastjórn í Grundaskóla

 

Grundaskóli

Hrönn Ríkharðsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grundaskóla á Akranesi frá og með 1. ágúst 2007 en fram að því var hún í stöðu aðstoðarskólastjóra.  Í stöðu aðstoðarskólastjóra frá sama tíma hefur verið ráðinn Sigurður Arnar Sigurðsson.

 

Hrönn Ríkharðsdóttir hefur starfað við Grundaskóla frá árinu 1995, sem aðstoðarskólastjóri Grundaskóla síðan árið 1998 og hún gegndi stöðu skólastjóra veturinn 2001-2002 í fjarveru Guðbjarts Hannessonar. Hrönn kenndi við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 1978-1986, en 1986-1995 kenndi hún við Brekkubæjarskóla.

 

Sigurður Arnar Sigurðsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri Grundaskóla á Akranesi frá og með 1. ágúst 2007. Hann lauk B.ed prófi frá KHÍ 1992, Ökukennaraprófi frá sama skóla 1996 og framhaldsnámi í stjórnun frá EHÍ 2006. Sigurður Arnar hefur starfað við Grundaskóla frá árinu 1992. Frá árinu 2000 hefur hann gegnt starfi deildarstjóra á unglingastigi og veturinn 2003-2004 gegndi hann stöðu aðstoðarskólastjóra í námsleyfi Hrannar Ríkharðsdóttur.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00