Fara í efni  

Breyting á leiðarkerfi Strætó

Frá og með föstudeginum 23. febrúar verða gerðar breytingar á leiðakerfi Strætó, þannig að endastöð vagnsins verður í nýrri Upplýsingamiðstöð Akraneskaupstaðar við Kirkjubraut 8-10.  Ný akstursleið verður einnig tekin upp, þannig að ekið verður inn í bæinn um Innnesveg ? Garðabraut ? Stillholt og Kirkjubraut og sömu leið til baka.  Innan tíðar verður gengið frá stoppistöðvum á leiðinni.

 

Samhliða þessum breytingum verður skoðað að bæta við vagni í fyrstu ferð á morgnana þar sem farþegafjöldi í þeirri ferð hefur verið það mikill að vagninn rúmar ekki alla farþega í sæti.

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00