Fara í efni  

Breyting á gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu

Á fundi bæjarráðs Akraness  22. desember s.l. var ákveðin breyting á gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu frá og með 1. janúar 2006.   Gjald fyrir klukkustund á afslætti verður þá kr. 434.- en fullt gjald á klukkustund verður kr. 965.-.  Samkvæmt reglum um félagslega heimaþjónustu á Akranesi skal greiða gjald fyrir þá þjónustu sem nemur 45% af tímakaupi starfsmanns.  Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir sem ekki hafa aðrar tekjur en elli- eða örorkulífeyri, heimilisupbót og sérstaka heimilisuppbót frá Tryggingastofnun.  Aðrir en elli- og örorkulífeyrisþegar greiða heimaþjónustu að fullu nema félagsmálaráð ákveði annað.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00