Fara í efni  

Breski sendiherrann heimsækir AkranesGísli Gíslason, Alp Mehmet og Gunnar Sigurðsson
Sendiherra Breta á Íslandi, Alp Mehmet, kom í heimsókn til Akraness á dögunum en sendiherrann er nú á yfirreið um landið til að kynna sér það sem efst er á baugi hjá sveitarfélögum víða um landið. Gísli Gíslason bæjarstjóri, Guðmundur Páll Jónsson og Gunnar Sigurðsson tóku á móti sendiherranum og áttu með honum fund þar sem m.a. var rædd staða Akraneskaupstaðar í dag, þróun á síðustu árum og framtíðarsýn og ?stefna bæjaryfirvalda á Akranesi.


 

Eftir fundinn fór sendiherrann í kynningarferð um Akranes og heimsótti m.a. HB Granda, íþróttamiðstöðina, Grundaskóla, og safnasvæðið að Görðum - í blíðskaparveðri eins og gjarnan er á Akranesi. Óhætt er að segja að breski sendiherrann hafi verið ánægður með ferðina og þá kynningu sem hann fékk þessa notalegu dagsstund á Akranesi.


 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00