Fara í efni  

Brekkubæjarskóli - útboð, 1. hæð, endurgerð

Akraneskaupstaður óskar eftir tilboði í endurgerð að innan á 1. hæð í Brekkubæjarskóla, Vesturgötu 120, Akranesi.

Um er að ræða endurgerð 1. hæðar í Brekkubæjarskóla um 2.100 m2 auk kjallararýmis og nokkurra rýma á 2. og 3. hæð. Hluti af verkinu á 1. hæð er nýbygging (nýtt anddyri). Verkið felst í tilfærslu á ýmsum kennslu- og stoðrýmum innan hæðarinnar með tilheyrandi skipulagningu framkvæmdar innan áfanga og milli áfanga..

Áfanga 1 sem er um 1.100 m2 skal vera lokið fyrir 31.12.2024 og verður hann þá tekinn í notkun. Þá fær verktaki aðgang að áfanga 2, sem er um 1.000 m2, og skal honum lokið í verklok sem eru 31.12.2025.

Vettvangsskoðun er fimmtudaginn 23. nóvember 2023 kl. 11:00.

Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá þriðjudeginum 14. nóvember 2023 í gegnum útboðsvef á slóðinni https://akranes.ajoursystem.net.

Tilboðum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 11:00 miðvikudaginn 6. desember 2023. Fundargerð verður send öllum bjóðendum eftir opnun tilboða.

Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00