Fara í efni  

Brekkubæjarskóli - Skóli á grænni greinBrekkubæjarskóli
Brekkubæjarskóli hefur fengið samþykkta umsókn sína um að teljast til Grænfánaverkefnis Landverndar. Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um Evrópu. Til að fá að flagga Grænfánanum þarf skólinn að vinna ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnin auka þekkingu nemenda og skólafólks og leggja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla.  Leitað er liðsinnis foreldra til að uppfylla skilyrði Grænfánans. Heiðrún Janusardóttir hefur leitt verkefnið fyrir hönd skólans.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00