Fara í efni  

Brekkubæjarskóli - iðju- eða þroskaþjálfi

Brekkubæjarskóli óskar eftir að ráða iðju- eða þroskaþjálfa, eða einstakling með aðra uppeldismenntun, sem hefur áhuga og reynslu af að vinna með börnum.
Um er að ræða 100% starf tímabundið frá 1. nóv. n.k. til loka skólaársins.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að vinna með börnum með sérþarfir í skólanum og gera þeim kleift að stunda nám í skóla án aðgreiningar
 • Að taka þátt í skipulagingu faglegs starfs innan skólans
 • Að vinna í nánu samstarfi við foreldra, kennara og annað starfsfólk skólans

Menntun og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af uppeldisstörfum æskileg
 • Færni í samskiptum, lipurð, sveigjanleiki og jákvæðni
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
 • Stundvísi

Sótt er um hér rafrænt í íbúagátt Akraneskaupstaðar. Umsóknarfrestur er til og með 21. október. Upplýsingar um starfið veitir Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri  í tölvupósti arnbjorg.stefansdottir@brekkubaejarskoli.is 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin alla virka daga
  kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30