Fara í efni  

Brekkubæjarskóli auglýsir lausar stöður

 

Brekkubæjarskóli er annar tveggja heildstæðra grunnskóla á Akranesi. Nemendur skólans eru um 470 talsins, og starfsmenn um 90. Við Brekkubæjarskóla starfa metnaðarfullir starfsmenn. Skólastefnan er skýr framtíðarsýn í anda lífsleikni, manngildis og hugmynda um að til þess að ná árangri í skólastarfi þurfi að hlúa að vellíðan og starfsánægju bæði nemenda og starfsmanna skólans. Í Brekkubæjarskóla er áhersla á þverfaglega teymiskennslu til að mæta margbreytilegum nemendahópi.

 

Brekkubæjarskóli auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar fyrir skólaárið 2020-2021

Leitað er að framsýnum, metnaðarfullum kennurum sem geta unnið í góðu samstarfi við nemendur, samstarfsfólk og foreldra. Kennarar verða að geta skipulagt nám fjölbreytts nemendahóps þar sem allir fá tækifæri til að njóta sín á eigin forsendum.

 • Yngsta stig; tvær 100% stöður, önnur afleysing til eins árs.
 • Miðstig; ein 80% staða, afleysing til eins árs.
 • Unglingastig; tvær 80-100% stöður, önnur afleysing til eins árs.
 • Íþróttakennari í 50% stöðu, afleysing til eins árs.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Leyfisbréf til kennslu
 • Reynsla, menntun og þekking á viðkomandi aldursstigi
 • Reynsla af bekkjarstjórnun
 • Reynsla af teymiskennslu og þverfaglegri samvinnu
 • Reynsla og þekking á kennsluaðferðunum Byrjendalæsi, Orð af orði og gagnvirkum lestri.
 • Reynsla af metnaðarfullri áætlanagerð í stærðfræðikennslu
 • Reynsla og færni í fjölbreyttum kennsluháttum
 • Reynsla af kennslu í fjölbreyttum nemendahópi
 • Frumkvæði og sjálfstæði
 • Góð samstarfshæfni
 • Lipurð og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum
 • Óbilandi trú á réttindum barna og ungmenna og áhugi á að starfa með þeim og foreldrum þeirra
 • Góð íslenskukunnátta
 • Hreint sakavottorð

Þroskaþjálfi, iðjuþjálfi, kennari eða önnur sérgrein sem nýtist í starfi fagaðila stoðþjónustu

Lausar tvær 80% stöður á yngsta, mið- og unglingastigi, önnur afleysing til eins árs.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Starfsleyfi í viðkomandi fagstétt (leyfisbréf fylgi umsókn)
 • Reynsla, menntun og þekking á viðkomandi aldursstigi
 • Reynsla af bekkjarstjórnun
 • Þekking og reynsla af teymivinnu
 • Reynsla og færni í fjölbreyttum kennslu/þjálfunaraðgerðum
 • Reynsla af markmiðssetningu og áætlanagerð fyrir margbreytilegan hóp
 • Reynsla og þekking á mati á  þjónustuþörf
 • Frumkvæði og sjálfstæði
 • Góð samstarfshæfni
 • Lipurð og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum
 • Óbilandi trú á réttindum barna og ungmenna og áhugi á að starfa með þeim og foreldrum þeirra
 • Góð íslenskukunnátta
 • Hreint sakavottorð

 

Laun eru skv. kjarasamningi Félags grunnskólakennara (FG), Bandalag háskólamanna,  Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar eða Sambands ísl. sveitafélaga og Verkalýðsfélags Akraness. Umsóknarfrestur er til og með 5. júní  2020 og skal hér sótt um rafrænt í íbúagátt Akraneskaupstaðar. Nánari upplýsingar veitir Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri, arnbjorg@brak.is eða í síma 433-1300. 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00