Fara í efni  

Börn hjálpa börnum


Í leikskólanum Garðaseli er lífsleikni og dyggðanám ein af áherslum í innra starfi. Dyggðin í desember var hjálpsemi og það hefur verið hefð fyrir því undanfarin ár að börnin hafa safnað einnota flöskum til styrktar SOS-barnaþorpunum víðs vegar um heim. Börnin koma með flöskur að heiman og safna þeim í stóra poka og fara síðan í endurvinnsluna til að innleysa peningana fyrir þær.

 Þetta árið fóru elstu börnin á Seli í bankann og lögðu stolt  10.130 kr inn á reikning SOS- barnaþorpanna og þeir peningar koma sér áreiðanlega  einhvers staðar vel. Markmiðið með verkefninu er að fá börnin til að hugsa til annarra barna sem búa við önnur kjör en þau sjálf - hjálpsemi og samkennd er auðvelt að rækta með litlum börnum.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00