Fara í efni  

Börn hjálpa börnum

Hjálpsemi hefur verið dyggð mánaðarins í leikskólanum Garðaseli og meginþemað  að muna eftir öðrum og leggja öðrum lið á margvíslegan hátt. Dyggðavísir fór heim til allra barna og þannig hafa foreldrar haft möguleika á að vera þátttakendur í dyggðinni. Sérstakt verkefni barnanna í Garðaseli á jólaföstu var að safna flöskum heima og koma með í leikskólann.  Smellið á myndina til að skoða fleiri myndir.

Verkefnið stóð í  viku  og söfnuðust heilir 11 pokar af flöskum og dósum. Börnin fóru síðan með flöskurnar í endurvinnsluna og lögðu andvirði hennar  inn á reikning hjá SOS-barnaþorpunum á Indlandi.
Börnin í Garðaseli horfðu á myndband um SOS- barnaþorpin til að tengjast verkefninu betur og óhætt er að segja að margt hafi komið þeim  á óvart.
Einkunnarorð Garðasels í desember eru : Enginn getur hjálpað öllum en allir geta hjálpað einhverjum.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00