Fara í efni  

Bókun bæjarráðs Akraneskaupstaðar um gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum

Bæjarráð Akraneskaupstaðar bókaði eftirfarandi á fundi sínum þann 27. febrúar 2014:

Akraneskaupstaður mótmælir öllum hugmyndum um áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum eftir að Spölur afhendir þau ríkinu árið 2018, en það ár er gert ráð fyrir því að skuldir vegna ganganna verði uppgreiddar. Akraneskaupstaður telur mikilvægt að huga þegar að tvöföldun Hvalfjarðarganga í því skyni að auka öryggi vegfarenda en telur að íbúar og forsvarsmenn fyrirtækja á Akranesi og Vesturlandi geti ekki einir landsmanna búið við sérstakar álögur vegna nauðsynlegra úrbóta í samgöngumálum. Frá því að Hvalfjarðargöng voru opnuð hafa átt sér stað úrbætur í vegamálum víða á landinu, m.a. með tvöföldun Reykjanesbrautar og undirbúningi að breikkun Suðurlandsvegar. Íbúar á þessum svæðum hafa ekki þurft að greiða sérstakt gjald fyrir þær framkvæmdir.

Akraneskaupstaður fagnar framkominni þingsályktunartillögu um að setja Sundabraut aftur á samgönguáætlun. Lagning Sundabrautar skiptir miklu máli fyrir íbúa á Akranesi þar sem hún styttir vegalengdina til Reykjavíkur um tíu kílómetra. Þá hafa bættar samgöngur áhrif á núverandi atvinnustarfsemi og uppbyggingaráform á Akranesi og í nágrenni.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00