Fara í efni  

Blysför og þrettándabrennu frestað til morguns

Vegna veðurs er blysför og þrettándabrennu aflýst í kvöld.  Einnig kjöri íþróttamanns Akraness fyrir árið 2005.  Stefnt er að því að halda viðburðinn laugardaginn 7. janúar og hefst blysförin við Arnardal kl. 16:00 og endar að Jaðarsbökkum við þyrlupallinn þar sem stiginn verður álfadans.  Flugeldasýning í umsjón félaga úr Kiwanisklúbbnum Þyrli verður rétt fyrir kl. 17:00.  Strax að lokinni brennu og flugeldasýningu verða úrslit tilkynnt í kjöri íþróttamanns Akraness 2005.  Af því tilefni býður Íþróttabandalag Akraness og bæjarbúum í íþróttamiðstöðina að Jaðarsbökkum og fylgjast með athöfninni og þiggja veitingar.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00