Fara í efni  

Biskup Íslands í heimsókn

Biskup Íslands, Herra Karl Sigurbjörnsson heimsótti bæjarskrifstofurnar á Akranesi nú í hádeginu í dag. Með biskupi í för voru kona hans, frú Kristín Guðjónsdóttir og sóknarpresturinn á Akranesi sr. Eðvarð Ingólfsson.

 

Biskup kynnti sér starfsemina á bæjarskrifstofunum undir leiðsögn Gísla Gíslasonar og þáði að því búnu veitingar í boði bæjarstjórnar Akraness.

 

Forseti bæjarstjórnar, Sveinn Kristinsson, ávarpaði biskup og þakkaði honum velvild í garð bæjarfélagsins og heimsókn biskupshjónanna til staðarins. Fyrir hönd Akraneskaupstaðar færði Sveinn biskupi styttu af sjómanninum að gjöf. Biskup ávarpaði bæjarstjórn og starfsfólk skrifstofunnar, þakkaði móttökurnar og sagði meðal annars að hann hefði ætíð hugsað hlýtt til Skagans eftir að hann og fjölskylda hans dvöldu hér eitt sinn þegar faðir hans og fyrrum biskup, Herra Sigurbjörn Einarsson, leysti Sr. Jón M Guðjónsson sóknarprest af sumarlangt.

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00