Fara í efni  

Bæklingur um mannréttindi gefinn út á þremur tungumálum

Mannréttindastefna Akraneskaupstaðar var samþykkt í bæjarstjórn í lok mars síðastliðinn. Nú hefur Akraneskaupstaður gefið út bækling á þremur tungumálum með helstu atriðum í stefnunni  og verður honum dreift í öll hús á Akranesi á næstu dögum. Bæklingurinn er á íslensku, ensku og pólsku og var afhentur bæjarstjóra við formlega athöfn í gær.

Mannréttindastefnan er unnin í samvinnu við Rauða krossinn á Akranesi og Mannréttindaskrifstofu Íslands og tekur mið af mismununartilskipunum ESB sem kveða á um bann við mismunun á grundvelli kyns, fötlunar, kynþáttar, þjóðernisuppruna, kynhneigðar, aldurs og trúar- eða lífsskoðunar. Einnig voru aðrir samningar og sáttmálar sem varða mannréttindi höfð til hliðsjónar við mótun stefnunnar sem og þær stefnur og samþykktir sem í gildi eru innan stjórnsýslunnar. Verkefnið var unnið með styrk úr Progress áætlun ESB. Verkefnið var unnið af starfshópi um gerð jafnréttisstefnu Akraness.  Formaður hópsins var Gunnhildur Björnsdóttir. Aðrir í starfshópnum voru Margrét Þóra Jónsdóttir, Halldór Jónsson, Hjördís Garðarsdóttir og Ólafur Ingi Guðmundsson. Einnig starfaði Anna Leif Elídóttir með hópnum. Verkefnisstjórn annaðist Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Rauða krossins á Akranesi og verkefnisstjóri mannréttindamála hjá Akraneskaupstað frá janúar 2014.

Starfshópurinn hélt samráðsfundi með ýmsum hópum samfélagsins á Akranesi, hlustaði á skoðanir þeirra á því sem vel er gert og hinu sem betur mætti fara. Af þessum hópum má nefna: FEBAN, Fjöliðjuna/Búkollu, HVER, fólk af erlendum uppruna, nemendráð grunnskólanna og Fjölbrautarskólanum, ÍA og fleiri. Einnig var unnið í nánu sambandi við Margréti Steinarsdóttur, framkvæmdastýru mannréttindaskrifstofu Íslands.  

Á myndunum má meðal annars sjá Önnu Láru Steindal afhenda Regínu Ásvaldsdóttur fyrsta eintak bæklingsins.  


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00