Fara í efni  

Bæjarstjórn samþykkti jafnréttisstefnu fyrir Akraneskaupstað

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum 14. mars s.l. jafnréttisstefnu Akraneskaupstaðar 2006 - 2007.  Jafn réttur kvenna og karla er varinn í stjórnarskrá Íslands sem og fjölmörgum mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur undirritað og er fullgildur aðili að.  Jafnfréttisstefna Akraneskaupstaðar byggir á þessum gildum og tekur jafnframt mið af lögum um jafna stöðu kvenna og karla nr. 96/2000.  Jafnréttisstefnan er í samræmi við ákvæði 10. gr. nefndra laga, en þar segir m.a. að sveitarfélög skuli setja sér jafnréttisáætlun til fjögurra ára, eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar. 

 

 

Markmið jafnréttisstefnu Akraneskaupstaðar er að sjónarmið jafnréttis verði fléttað inn í líf bæjarbúa og þá þætti stefnumótunar, ákvarðana og aðgerða á vegum bæjarins þar sem jafnréttismál koma til álita. Það er stefna Akraneskaupstaðar að konur og karlar njóti jafnra tækifæra og hafi sömu möguleika til áhrifa í samfélaginu. Með þessari áætlun lýsir bæjarstjórn þeim vilja sínum að jafna stöðu karla og kvenna og vinna að ofangreindum markmiðum. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00