Fara í efni  

Bæjarstjórn samþykkir framlag til kaupa á sýningarbúnaði í Bíóhöllina

Í gær kom bæjarstjórn Akraness saman til sérstaks hátíðarfundar í bæjarþingsalnum að Stillholti í tilefni af því að liðin voru nákvæmlega 70 ár frá fyrsta fundi fyrstu bæjarstjórnar Arkaness, þann 26. janúar 1942.

 

Til fundarins var boðið öllum þeim sem setið hafa í bæjarstjórn frá upphafi og einnig þeim sem verið hafa bæjarstjórar. Fjöldi bæjarfulltrúa mætti til fundarins og þá var fjölmennur hópur fyrrum bæjarstjóra á fundinum.

 

 Í tilefni af hátíðarfundinum lagði bæjarstjórn fram eftirfarandi tillögu:
 ,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir í tilefni 70 ára kaupstaðarafmælis Akraneskaupstaðar að veita framlag að fjárhæð 8 milljónir króna í sérstakan sjóð sem stofnaður verður vegna verkefnis um endurnýjun sýningarbúnaðar Bíóhallarinnar á Akranesi.  Áætlaður heildarkostnaður vegna verkefnisins er 17-19 milljónir króna. Akraneskaupstaður verður bakhjarl verkefnisins og hefur umsjón með sjóðnum. Til styrktar sjóðnum verði efnt til söfnunarátaks, s.s. styrktartónleika auk þess sem leitað verður stuðnings hjá bæjarbúum og fyrirtækjum".

 

 

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00