Bæjarstjórn lýsir yfir alvarlegum áhyggjum vegna heitavatnsskorts
13.02.2008
Í framhaldi af þeim heitavatnsskorti sem orðið hefur á Akranesi á nýliðnum vikum gerði bæjarstjórn Akraness eftirfarandi samþykkt á fundi sínum 12. febrúar s.l.:
,,Bæjarstjórn Akraness lýsir yfir alvarlegum áhyggjum af því ástandi sem Akurnesingar hafa þurft að búa við vegna heitavatnsskorts á veitusvæði HAB og Orkuveitu Reykjavíkur á nýliðnum tveimur vikum. Tvívegis hefur verið lokað fyrir heitt vatn til sundlauganna á Akranesi og hefur ekki fyrr þurft að grípa til slíkra ráðstafana. Einnig hefur verið lokað fyrir heitt vatn til fyrirtækisins Laugafisks. Afkastageta núverandi búnaðar á veitusvæðinu er fullnýtt. Grípa verður nú þegar til aðgerða til að mæta þeirri þörf sem er á svæðinu fyrir heitt vatn. Bæjarstjórn Akraness treystir því að eignarhlutur ríkisins í HAB hamli ekki uppbyggingu veitukerfisins á svæðinu.?
Eins og sjá má á bókun bæjarstjórnar er alvarleikinn mikill, og ástand sem hefur skapast algjörlega óviðunandi. Óskað er stuðnings við að gera þær úrbætur sem þarf vegna þessa.
Framangreind samþykkt er send fjölmiðlum, þingmönnum Norðvesturkjördæmis, iðnaðarráðuneyti, fjármálaráðuneyti, Orkuveitu Reykjavíkur og HAB.
Fréttir
Fréttasafn
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2006
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2005
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2002
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2001
- maí júní júlí september október nóvember desember