Fara í efni  

Bæjarstjórn kvödd

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar sem var haldinn þann 10. júní síðastliðinn voru sjö bæjarfulltrúar af níu kvaddir. Bæjarfulltrúarnir sem hætta eru þau Sveinn Kristinsson fráfarandi forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Páll Jónsson fráfarandi varaforseti bæjarstjórnar, Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi og formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Þröstur Þór Ólafsson fráfarandi formaður bæjarráðs, Ingibjörg Valdimarsdóttir fulltrúi í bæjarráði og formaður atvinnumálanefndar, Einar Benediktsson fráfarandi formaður framkvæmdaráðs og Gunnhildur Björnsdóttir fráfarandi formaður starfshóps um mannréttindamál. Af þessum sjö bæjarfulltrúum eru þrír sem hafa setið í bæjarstjórn í 20 ár og hafa verið oddvitar síns flokks á síðasta kjörtímabili en það eru þeir Sveinn Kristinsson, Gunnar Sigurðsson og Guðmundur Páll Jónsson. Samanlögð reynsla þeirra þriggja er því yfir 60 ár. Akraneskaupstaður óskar fráfarandi bæjarfulltrúum velfarnaðar á nýjum vettvangi og þakkar fyrir farsæl störf í þágu bæjarbúa. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00