Fara í efni  

Bæjarstjórn hættir við ráðningu í starf upplýsingatæknistjóra Akraneskaupstaðar

Bæjarráð og bæjarstjórn hafa fallið frá þeirri ákvörðun sinni að ráða í starf upplýsingatæknistjóra Akraneskaupstaðar sem auglýst var laust til umsóknar í lok árs 2011. Starfið var auglýst í framhaldi af greiningu og samkvæmt tillögum sérfræðings Admon ehf. á upplýsingatæknimálum Akraneskaupstaðar og stofnana hans.  

 

Til upplýsingar fylgir hér úttekt Admon ehf. á upplýsingatæknimálum kaupstaðarins, en hún var unnin í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar frá 4. janúar 2011 þar sem bæjarstjóra var falið að láta gera úttekt á upplýsingakerfum kaupstaðarins með samnýtingu og hagræðingu að leiðarljósi og möguleikum á frekari innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu og þjónustu, eins og segir í tillögunni. 

 

Bæjarskrifstofan biður umsækjendur um starfið velvirðingar vegna þeirra óþæginda sem þeir hafa orðið fyrir vegna ofangreinds.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00