Fara í efni  

Bæjarráð mótmælir hækkun orkugjalda

Á fundi bæjarráðs þann 19. febrúar 2004  var eftirfarandi bókun  gerð:


Í tilefni af lokatillögum meirihluta nítján manna nefndar iðnaðar- og viðskiptaráðerra mótmælir bæjarráð Akraness öllum tillögum sem leiða munu til hækkunar á raforkuverði á Akranesi.  Bæjarráð tekur undir nauðsyn þess að jafna raforkuverð í landinu en telur að slíkar félagslegar aðgerðir eigi að greiðast úr ríkissjóði en ekki að leggjast þyngst á atvinnulíf og barnafjölskyldur í öðrum landshlutum.  Ríkisvaldinu er í lófa lagið að jafna lífskjörin í landinu með öðrum aðgerðum en þeim að rýra búsetuskilyrði á einu svæði í þágu annars.  Bæjarráð telur að flutningskerfið eigi að vera takmarkað við 132kV og hærri spennu en ekki við 66kV eins og tillögur meirihluta nítján manna nefndarinnar gera ráð fyrir.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00