Fara í efni  

Bæjarráð Akraness samþykkir 60 þús.kr. eingreiðslu til starfsmanna

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum 28. apríl s.l. að greiða kennurum eingreiðslu kr.60.000.- miðað við fullt  starf og í hlutfalli af stöðugildi eftir því sem við á þegar kjarasamningar kennara og Launanefndar sveitarfélaga hafa verið undirritaðir og samþykktir.


 


Bæjarráð samþykkir einnig að öðrum starfsmönnum Akraneskaupstaðar verði greidd eingreiðsla kr. 60.000.- þegar þeirra kjarasamningar hafa verið undirritaðir að loknu núverandi samningstímabili.


 


Bæjarstjóra falið að koma samþykktinni á framfæri við stjórnendur og trúnaðarmenn grunnskólanna.


 


Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2008.


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00