Fara í efni  

Bæjarráð Akraness fagnar nýskipan lögreglumála

Bæjarráð Akraness lýsir yfir ánægju sinni með tillögur dómsmálaráðherra um nýskipan lögreglumála á Vesturlandi, en þar er gert er ráð fyrir að á Akranesi verði lykilembætti lögreglu á svæðinu.  Bæjarráð fagnar því að undibúningsnefndin sem vann tillögurnar skuli hafa fallist á ábendingar og rökstuðning bæjarfulltrúa Akurnesinga sem m.a. komu fram á kynningarfundi með nefndinni í nóvember síðastliðnum.  Á þeim fundi var skýrt tekið fram af talsmanni nefndarinnar að ekki væri um endanlegar niðurstöður að ræða, heldur tillögur til umræðu sem gætu tekið breytingum að kynningarfundum loknum.  Bæjarráð harmar hin vanstilltu viðbrögð sem orðið hafa í garð Akurnesinga og dómsmálaráðherra, en hann byggði sínar niðurstöður á tillögum nefndarinnar eftir að hún hafði haldið kynningarfundi um málið.Bæjarráð lýsir yfir þeirri von sinni að um löggæslumál á Vesturlandi myndist sátt sem verði til þess að efla og styrkja löggæslu á svæðinu í heild sinni.
 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00