Fara í efni  

Ávísun á öflugt tómstundastarf - innritun

Miðvikudaginn 29. ágúst mun grunnskólanemendum á Akranesi berast í pósti ígildi  kr. 5000 undir heitinu: ?Ávísun á öflugt tómstundastarf?


Ávísunina er hægt að nota sem hluta af þátttökugjaldi/æfingagjaldi í hinum ýmsu félögum sem sinna íþrótta- og félagsstarfi. Einnig er hægt að nota ávísunina sem hluta af skólagjaldi í Tónlistarskólanum á Akranesi. Ávísunin gildir til 31. maí 2008 og eru fjölskyldur hvattar til að nýta ávísunina til öflugrar tómstundaiðkunar. 


 

Nokkuð bar á því haustið 2006 að ávísuninni var hent með öðru auglýsingaefni sem berst með póstinum daglega. Látið það ekki henda nú. Þær fjölskyldur sem ekki fá ávísunina með póstinum eru líklegast ekki komnar með lögheimili á Akranesi samkvæmt Þjóðskrá og verða að snúa sér til bæjarskrifstofunnar.

 


Fimmtudaginn 30. ágúst er innritunardagur hjá íþrótta- og tómstundafélögum og eru fjölskyldur sömuleiðis hvattar til að kynna sér efni bæklings sem borinn verður í öll hús á Akranesi nú í vikunni.


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00