Fara í efni  

Ávísun á öflugt tómstundastarf

Akraneskaupstaður hefur ákveðið að senda öllum nemendum með lögheimili á Akranesi tómstundaávísun sem hægt er að nota til að greiða fyrir tómstundastarf hjá eftirtöldum félögum. Ávísunin mun gilda fram til 31. maí 2007 og hljóðar upp á 5.000 krónur. Markmiðið er að allir finni sér tómstundastarf við hæfi og eins og sést er um margt að velja. Ávísunin ætti að berast inn á heimili barnanna þriðjudaginn 29. ágúst n.k.


Fjölskyldur eru hvattar til að mæta á innritunardag félaganna þann 31. ágúst en þar verða þau með kynningu á vetrarstarfinu og hægt að skrá sig til þátttöku. 


 


Hægt er að nota ávísunina hjá eftirtöldum félögum • Hestamannafélaginu Dreyra

 • Badmintonfélagi Akraness

 • Fimleikafélagi Akraness

 • Golfklúbbnum Leyni

 • Karatefélagi Akraness

 • Knattspyrnufélagi Akraness

 • Körfuknattleiksfélagi Akraness

 • Ungmennafélaginu Skipaskaga

 • Keilufélagi Akraness

 • Sundfélagi Akraness

 • Smábílafélagi Akraness

 • Skátafélagi Akraness

 • Skagaleikflokknum

 


 


ATH!


Skilyrði Akraneskaupstaðar fyrir endurgreiðslu til félaga vegna móttöku ávísunar:


1. Félagatal. Viðkomandi félag verður að færa félagatal sem er uppfært árlega. Aðildarfélög ÍA noti Felix en önnur félög færi félagatal þar sem fram kemur nafn, kennitala,  heimilisfang og allar upplýsingar verði yfirfarnar árlega.


2. Ársreikningar. Viðkomandi félag geri árlega ársreikning þar sem helstu bókhaldsreglum er fylgt og viðkomandi ársreikningur sé aðgengilegur félögum og Akraneskaupstað.


3. Skipulagt starf með leiðbeinendum.  Viðkomandi félag skipuleggi starf sitt þannig að börn starfi undir stjórn leiðbeinenda og þjálfara sem eru í stakk búnir til að vinna að markmiðum félagsins. Um reglulega starfsemi sé að ræða a.m.k. 4 mánuði á ári.


4. Æfingagjald/árgjald.  Að viðkomandi félag innheimti árgjald eða æfingagjald af þátttakendum. 


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00