Fara í efni  

Aukinn áhugi á byggingarlandi á Akranesi.

Loftorka Borgarnesi ehf. hefur sótt um byggingaland innan skipulags- og lögsagnarumdæmis Akraneskaupstaðar. 

 

Um er að ræða byggingarsvæði við Kalmansvík sem í fyrirliggjandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að skipulagt verði undir íbúðarhúsnæði í nánustu framtíð.  Áform fyrirtækisins eru að byggja heildstætt hverfi og skipuleggja það með sem mestri hagkvæmni fyrir íbúa þess og samfélagið, án þess þó að byggð verði eins þétt og nú er byggt á Akranesi.

 

Stærð byggingarsvæðisins er 140 þús m2 þannig að ætla má að fjöldi íbúða á svæðinu gæti verið á milli 2-300, allt eftir hvernig áherslur eru varðandi stærð íbúða og þéttleika svæðisins.

 

 

Bæjarráð fjallaði um umsókn fyrirtækisins á fundi sínum í gær, og hefur bæjarstjóra verið falið að ræða nánar við forráðamenn fyrirtækisins um hugmyndir þeirra um bygginaráform á Akranesi.

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00