Fara í efni  

Auglýst er eftir umsóknum til Húsverndunarsjóðs

Húsverndunarsjóður Akraneskaupstaðar auglýsir eftir umsóknum til Húsverndunarsjóðs, sbr. ákvæði í 1. gr. 2 mgr.  reglna fyrir Húsverndunarsjóð Akraneskaupstaðar en þar segir : ?Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til endurgerða eða viðgerða á húsnæði eða öðrum mannvirkjum á Akranesi sem séstakt varðveislugildi hafa af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum, enda séu framkvæmdir í samræmi við upprunalegan byggingarstíl húss og í samræmi við sjónarmið minjavörslu?.


Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna:
1. Undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar.
2. Framkvæmda til viðhalda og endurbóta.
3. Byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra.
4. Húsakannana.


Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsverndunarsjóðs Akraneskaupstaðar og sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast.


Umsóknir skulu berast eigi síðar en 15. mars 2002 á skrifstofur Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3. hæð. 


Frekari upplýsingar veitir bygginga-og skipulagsfulltrúi að Dalbraut 8 eða í síma 433 1051.  Reglur fyrir húsverndunarsjóðinn er hægt að skoða í heild sinni á heimasíðu Akraneskaupstaðar.


    
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00