Fara í efni  

Auglýst er eftir öflugum leiðtogum til starfa hjá Akraneskaupstað

Akraneskaupstaður auglýsir nú eftir öflugum leiðtogum í þrjú störf hjá kaupstaðnum þ.e. starf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, starf framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og starf atvinnu- og ferðamálafulltrúa. Störf framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og atvinnu- og ferðamálafulltrúa eru auglýst í kjölfar stjórnskipulagsbreytinga sem bæjarstjórn samþykkti þann 11. des. sl.


Ráðið verður í stöður framkvæmdastjóra sviða til fimm ára í senn og eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um störfin.


Auk faglegrar hæfni, sem er tilgreind sérstaklega fyrir hvert starf, er sú krafa gerð til umsækjenda að þeir hafi mikla samskipta- og samstarfshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og metnað til að ná árangri í starfi. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um störfin hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Umsóknum um störfin þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.


Umsóknarfrestur um störfin er t.o.m. 24. mars næstkomandi.


Nánari upplýsingar veita Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri og Ragnheiður Þórðardóttir, þjónustu- og upplýsingastjóri, í síma 433 1000.


Sjá auglýsingu um störfin.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00