Fara í efni  

Auglýsing um styrki

Á  fundi bæjarstjórnar Akraness þann 19. apríl 2011 voru samþykktar reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til aðila skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. 

 

Aðilar sem sækja um styrk þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði:

 

a)  Eru fasteignaeigendur á Akranesi.

 

b)  Reka starfsemi sína í húsnæðinu sbr. 1. gr. reglna þessara, með þeim undantekningum sem greinir í 3. gr.

 

c)  Starfsemin skal vera á sviði menningar-, íþrótta-, æskuýðs- og tómstunda- og mannúðarstarfa sem er rekin í almannaþágu eða í þágu æskulýðs.

 

d)  Um mannúðarsamtök gildir að góðgerðarstarfsemi verður að meginstefnu að vera unnin í sjálfboðavinnu og ná út fyrir raðir þeirra, s.s. í formi styrkja, gjafa eða stuðnings fyrir almannaheill og samfélagið.

 

e)  Njóti starfsemin annarra rekstrarstyrkja frá Akraneskaupstað eða ígildi þeirra, skal tekið tillit til þess við úthlutun styrkja til greiðslu fasteignaskatts.

 

f)  Starfsemin má ekki vera rekin í ágóðaskyni en heimilt er að innheimta tímabundnar tekjur fyrir notkun, sbr. þó 3. gr. reglna þessara.

 

Sækja skal um styrk til greiðslu fasteignaskatts á eyðublöðum sem liggja frammi í þjónustuveri Akraneskaupstaðar. Með umsókn um styrki skal fylgja ársreikningur sl. rekstrarárs, lög félagsins, þar sem það á við, þar sem fram koma markmið þess og stutt greinargerð um starfsemina.

 

Umsóknarfrestur er til 22. júlí 2011.

 

Frekari upplýsingar um reglurnar eru að finna hér á vef Akraneskaupstaðar:

 

Fjármálastjóri.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00