Fara í efni  

Auglýsing um deiliskipulag á Akranesi

Með vísan til 43. gr. skipulagslaga nar. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugaesmdum við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits, vegna lóðarinnar nr. 40 við Heiðarbraut.


Breytingin felst í að endurnýta núverandi byggingu, sem áður hýsti bókasafn bæjarins fyrir hótel/gistiheimili, með því að byggja við hana þriggja hæða viðbyggingu vestan og austan við húsið, auk nýrrar hæðar ofan á núverandi hús. Einnig er gert ráð fyrir bílakjallara undir viðbyggingu og garðsvæðum. Hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar var 0,4 en yrði eftir breytingu 1,09.


Tillagan ásamt frekari upplýsingum, liggur frammi í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi, frá 21. júní 2011 til og með 2. ág. 2011. Tillagan er einnig aðgengileg hér á heimasíðunni:


Sjá tillögu


Sjá skýringarmynd.


 Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 2. ágúst 2011 og skulu þær berast í þjónustuver Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18.


Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00