Fara í efni  

Atvinnuuppbyggingu á Grundartanga og hvalveiðum fagnað

Bæjarráð fagnar því að hafnar skuli hvalveiðar að nýju. Bæjarráð telur að Íslendingar eigi að hafa skilyrðislausan umráðarétt yfir eigin auðlindum og nýtingu þeirra á sjálfbæran hátt.  Það er og gleðifregn að fyrirhugað er að vinnsla aflans fari fram á Akranesi eftir skurð í stöð Hvals h.f. í Hvalfirði. 


Þá fagnar bæjarráð frekari uppbyggingu á Grundartanga og væntanlegri fjölgun starfa og lýsir yfir fullu samstarfi um sameiginlegar framkvæmdir á svæðinu.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00