Fara í efni  

Atvinnuátakshópur Akraneskaupstaðar og Vinnumálastofnunar

Í sumar hefur verið starfandi hópur á vegum Akraneskaupstaðar og Vinnumálastofnunar undir verkstjórn Ómars Arnar Kristóferssonar. Markmiðið  var að veita ungu fólki tækifæri til að vinna að ýmsum umhverfisverkefnum sem Akraneskaupstaður bauð upp á.  Sérstök áhersla var lögð á fegrun bæjarins og bæjarlandsins. Meðal annars var plantað trjám meðfram Þjóðbrautinni, lagfærður göngustígur upp Selbrekkuna í Akrafjalli og unnið við viðhaldsverkefni á leiksvæðum bæjarins.  Stóð starfsfólkið sig með mikilli prýði og eru því færðar þakkir fyrir gott framlag í umhverfisátaki Akraneskaupstaðar. Meðfylgjandi mynd er af hópnum að planta trjám við Þjóðbraut.

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00