Fara í efni  

Atlantsolía sækir um lóð undir bensínstöð


Bæjarráð hefur fjallað um umsókn Atlantsolíu undir bensínstöð á horni Þjóðbrautar og Innnesvegar.  Fyrirtækið hefur hug á rekstri sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir bensín og olíu sem opin yrði allan sólarhringinn, allt árið um kring, ásamt því að byggja upp frekari þjónustu á lóðinni.
 
Í ljósi þess að deiliskipulag fyrir lóðina liggur ekki fyrir gat bæjarráð ekki orðið við erindinu, en mun hins vegar auglýsa lóðina lausa til umsóknar þegar deiliskipulag liggur fyrir ásamt öðrum lóðum innan deiliskipulagsins.  Bæjarráð lýsti jafnframt yfir ánægju með áhuga fyrirtækisins á aðstöðu á Akranesi og er nú þegar reiðubúið til viðræðna um aðrar lóðir fyrir Atlantsolíu á svæðinu við Þjóðbraut hafi fyrirtækið áhuga.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00