Fara í efni  

Átaksvinna Akraneskaupstaðar og Vinnuskóla Akraness

Akraneskaupstaður og Vinnuskóli Akraness bjóða 17 ára unglingum (f. 1987) með lögheimili á Akranesi vinnu við Vinnuskólann. Vinnan hefst 26. maí n.k. og unnið er 35 klst. á viku. Stefnt er að vinnu a.m.k. í 4 vikur og gæti vinnan staðið yfir í 8 vikur, fer eftir fjölda umsókna. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast í Arnardal á skrifstofutíma og þar skal umsóknum skilað í síðasta lagi 21. maí. Aðeins þeir sem skila inn umsóknum fyrir tiltekinn tíma verður veitt vinna. Allar nánari upplýsingar veitir Einar Skúlason í Arnardal; Kirkjubraut 48, sími 431-2785.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00