Fara í efni  

Áskorun til yfirmanna samgöngumála um bætta lýsingu við Akranes

Á fundi bæjarstjórnar Akraness s.l. þriðjudag samþykkti bæjarstjórn Akraness að skora á yfirmenn samgöngumála á Íslandi að lýsingu verði komið fyrir á a.m.k. tvenn gatnamót á aðkomuvegi að Akranesi þ.e. a) við gatnamót vegar nr. 509 og gamla þjóðvegarins frá Akranesi, nú vegur nr. 51 og b) gatnamót vegar nr. 509 og vegar gegnum Innri-Akraneshrepp. Skorað er á viðkomandi aðila að vinnu við lýsingu á gatnamótunum verði hrundið í framkvæmd eigið síðar en strax.  Bæjarstjórn Akraness fól bæjarstjóra að rita viðkomandi aðilum bréf  tilheyrandi samþykkt þessari þar sem þessari áskorun verður komið á framfæri.


 


 


Í greinargerð með áskoruninni kemur fram að um þessi tvö framantalin gatnamót fer fjöldi fólks á hverjum degi, bæði þeir sem koma til Akraness svo og þeir sem þaðan fara, þeim fer t.a.m. fjölgandi íbúunum á Akranesi sem sækja vinnu utan Akraness.  Nægir þar að nefna stóriðjusvæðið á Grundartanga en starfsmenn þurfa á leið sinni til vinnu að fara hjá öðrum hvorum þessara gatnamóta. 


 


Þegar skammdegið fer í hönd með tilheyrandi verðurfari þá verða umrædd gatnamót erfið yfirferðar vegna myrkurs, endurskin umferðarmerkja verða skítug og þ.a.l. mun lakari vegvísir en ella.  Þeir aðilar sem þarna fara um á hverjum degi eru oft í stórhættu vegna ónógrar lýsingar, sem er reyndar engin, og mesta mildi að ekki hafa orðið fleiri slys en raun ber vitni um og er þó nóg komið af slysum á þessum gatnamótum.  Þeim fer ört fjölgandi sem fara um þessi gatnamót á hverjum degi eins og umferðartölur glögglega segja til um.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00