Fara í efni  

Ársreikningar Akraneskaupstaðar og stofnana 2011 lagðir fram

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Akraness, þriðjudaginn 8. maí 2012, voru ársreikningar Akraneskaupstaðar og stofnana hans fyrir árið 2011 teknir til umfjöllunar við fyrri umræðu.

 

Ársreikningurinn er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélaga. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða aðalsjóð, Eignasjóð, Gámu, Byggðasafn og Fasteignafélag slf.  Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Fasteignafélag ehf, Háhiti ehf og Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili.

 

Heildartekjur í samanteknum ársreikningi voru árið 2011 alls um 4.445 m.kr. eða 238 m.kr. hærri en fjárhagsáætlun sagði til um. Rekstrarútgjöld voru 4.554 m.kr. eða 290 m kr. hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.

 

Rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði var um 109 m kr. halli á móti um 56 m.kr. í fjárhagsáætlun sem er 52 m.kr. lakari afkoma.

 

Heildarafkoma var þannig neikvæð um 194,7 m.kr. á móti um 75,9 m.kr. í fjárhagsáætlun, eða 118,8 m kr. lakari afkoma en endurskoðuð fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.

 

Handbært fé frá rekstri var um 375,0 m.kr., fjárfestingarhreyfingar voru nettó um 700 m.kr. og fjármögnunarhreyfingar voru um 9,9 m.kr. nettó, þar af afborganir langtímalána 459,5 m.kr.  Tekin voru ný langtímalán 608,6 m.kr. á árinu 2011.  Handbært fé í árslok er um 518,1. m.kr. og hafði lækkað um 315,2 m.kr. á árinu.

 

Heildareignir Akraneskaupstaðar í árslok 2011 voru 11.557 m.kr. Skuldir og skuldbindingar voru samtals um 6.298 m.kr., þar af langtímaskuldir um 2.555 m.kr. og lífeyrisskuldbindingar um 2.908 m.kr. Eigið fé var í árslok um 5.259 m.kr. og hafði lækkað um 121,0 m.kr. frá árinu 2010. Eigið fé er 45,51% í heild sinni.

 

Heildarlaunagreiðslur með launatengdum gjöldum hjá Akraneskaupstað voru 2.603,5 m.kr. Fjöldi stöðugilda var að meðaltali 473 sem er fjölgun um 64 frá fyrra ári. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins ásamt lífeyrisskuldbindingu, í hlutfalli við rekstrartekjur þess voru 64,4%. Annar rekstrarkostnaður var 33,0% af rekstrartekjum. Skatttekjur sveitarfélagsins voru 516 þús.kr. á hvern íbúa en heildartekjur samtals 678 þús.kr. á hvern íbúa. Árið 2010 voru skatttekjurnar 491 þús.kr. á hvern íbúa og heildartekjurnar 635 þús.kr.

 

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og verður hann til umfjöllunar í bæjarstjórn Akraness að nýju þann 22. maí nk.

 

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00