Fara í efni  

Árshlutareikningur bæjarsjóðs kynntur bæjarráði

Á fundi bæjarráðs Akraness þann 7. september s.l. var árshlutareikningur Akraneskaupstaðar fyrir tímabilið janúar ? maí 2006 kynntur af bæjarstjóra.


Um er að ræða samantekinn árshlutareikning vegna Aðalsjóðs, Eignasjóðs, Fasteignafélaga, Gámu, Byggðasafns og Þjónustumiðstöð.  Reikningurinn sýnir rekstraryfirlit, tegundagreiningu rekstrar og framkvæmdayfirlit, efnahagsreikning einstakra sjóða ásamt samstæðuefnahagsreikningi A-hluta sveitarsjóðs ásamt sjóðsstreymisyfirliti.


 

Helstu stærðir eru eftirfarandi: • Heildartekjur eru 931,5 millj. króna, eða 93 millj. hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir.

 • Heildarútgjöld eru 930,7 millj. króna eða 89 millj. hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir.

 • Fjármagnsliðir eru 72,8 millj. krónur eða 82,1 millj. króna hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir.

 • Handbært fé frá rekstri er í heild sinni 238,4 milljónir króna.

 • Fjárfestingarhreyfingar eru í heild sinni 139,4 milljónir króna.

 • Fjármögnunarhreyfingar eru í heild sinni 19,8 milljónir króna.

 • Hækkun á handbæru fé er í heild sinni 79,2 milljónir króna.

 • Veltufjármunir eru í heild sinni 464,9 milljónir króna.

 • Skammtímaskuldir eru í heild sinni 465,2 milljónir króna.

 • Langtímaskuldir í heild sinni eru 734,4 milljónir króna.

 • Lífeyrisskuldbindingar í heild sinni eru 1.370 milljónir króna.

 • Eignir í heild sinni eru 6.266 milljónir króna.

 • Eigið fé í heild sinni er 3.696 milljónir króna.

 


Akraneskaupstaður hefur ekki tekið lán það sem af er árinu, frekar en undanfarin tæplega þrjú ár og sýnir það sterka fjárhagsstöðu bæjarfélagsins, sérstaklega í ljósi þeirra miklu framkvæmda sem bæjarfélagið hefur staðið fyrir undanfarin misseri.


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00