Fara í efni  

Andstæðingar boðnir velkomnirMarkaðs- og atvinnuskrifstofa Akraneskaupstaðar, knattspyrnudeild ÍA, íþróttamiðstöðin á Jaðarsbökkum, Golfklúbburinn Leynir og Safnasvæðið hafa undanfarið unnið að því að koma á koppinn nýju og skemmtilegu verkefni. Verkefnið miðar að því að bjóða andstæðinga ÍA í knattspyrnu sérstaklega velkomna á Akranes og hvetja þá til þess að gera sér glaðan dag í bænum bæði fyrir og eftir leik.


 

Stuðningsmönnum Grindavíkur verður í þessari viku boðinn sérstakur "Golfpakki" svo dæmi sé tekið, en fleiri tilboðspakkar eru í vinnslu og munu líta dagsins ljós hver af öðrum eftir því sem líður á sumarið.


Hér er að finna "boðskortið" sem verður sent til andstæðinga sem og stuðningsmanna ÍA nær og fjær.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00