Fara í efni  

Andlát

Guðmundur Þorvaldsson, kær vinnufélagi á bæjarskrifstofunum hjá Akraneskaupstað, lést s.l. mánudag 19. janúar. Guðmundur var allra hugljúfi, næmur og tilfinningaríkur listamaður. Síðastliðið ár barðist hann hetjulega við þann sjúkdóm sem að lokum lagði hann að velli. Þrátt fyrir að við félagar hans  hefðum séð að hverju dró  áttum við von til hinstu stundar. Hugur okkar er nú hjá fjölskyldu hans, Ásdísi og drengjunum, foreldrum og systkinum ,tengdamóður og öðru venslafólki.


Guðmundur var aðeins  á fertugasta og fjórða aldursári - í blóma lífsins.


Hans er sárt saknað en minningin lifir. Innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda. 


Starfsfólk Akraneskaupstaðar.


 


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00