Fara í efni  

Ánægja með atvinnuátak á Akranesi

Í sumar hefur Akraneskaupstaður staðið fyrir atvinnuátaki fyrir atvinnulaust fólk og námsmenn. Alls störfuðu 24 einstaklingar í átakinu sem sinntu verkefnum á vegum garðyrkjustjóra Akraneskaupstaðar og verkefnastjóra Akranesstofu. Að sögn Ingu ÓskarJónsdóttur, starfsmanna- og gæðastjóra Akraneskaupstaðar, stóð hópurinn sig mjög vel og hefur hann sinnt margvíslegum verkefnum í sumar.


Síðastliðinn föstudag var atvinnuátakinu síðan  slitið. Í tilefni þess var haldin uppskeruhátíð og gerði hópurinn sér ferð suður til Reykjavíkur þar sem farið var m.a. í lasertag og út að borða.


Á myndinni má sjá þátttakendur atvinnuátaksins ásamt verkstjórum sínum.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00