Fara í efni  

Allir með Strætó!
Frá undirskrift samningsins í dag
Rétt í þessu var gengið frá undirskrift samninga um tengingu Akraness við leiðakerfi Strætó. Eins og áður segir var annars vegar undirritaður samningur á milli Akraneskaupstaðar og Vegagerðarinnar um almenningssamgöngur á milli Reykjavíkur og Akraness og hins vegar samningur Akraneskaupstaðar og Strætó bs. um tengingu Akraness við leiðakerfi Strætó.


 

 


Á næstu dögum verður tímaáætlun og nánari ferðatilhögun þessara nýju Strætóferða kynnt betur fyrir Akurnesingum en þú getur kynnt þér áætlun Strætó nánar með því að smella hér.


 


Ástæða er til að leiðrétta það sem áður hefur komið fram varðandi fargjöld fyrir eldri borgara en nú um áramótin breytist gjaldskrá Strætó á þann hátt að fargjald fyrir eldri borgara og öryrkja verður 75 krónur á hverja ferð í stað 90 króna áður. Það mun því aðeins kosta 150 krónur að skreppa upp á Skaga!


 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00