Fara í efni  

Álagningarseðlar OR vegna vatns- og fráveitugjalda sendir út

Orkuveita Reykjavíkur hefur sent út tæplega 60 þúsund álagningarseðla vatns- og fráveitugjalda vegna ársins 2012. Gjöldin skiptast á níu gjalddaga á árinu. Sá fyrsti er 2. febrúar og sá síðasti 2. nóvember. Hægt er að óska eftir að greiða gjöldin í einu lagi á miðju ári. Gjald fyrir þjónustuna hækkaði um áramót til samræmis við byggingavísitölu, eins og fyrri ár, og nemur hækkunin 10,69%.
Algeng breyting vatns og fráveitugjalds:
Fyrir 100 fermetra íbúð í Reykjavík hækkaði fráveitugjaldið um áramótin um sem nemur 3.878 krónum á árinu 2012 og vatnsgjaldið um 2.420 krónur. Samtals eru þetta 6.298 krónur eða 525 krónur á mánuði.
Orkuveitan tók við innheimtu vatns- og fráveitugjalda í ársbyrjun 2011 en áður höfðu þau verið innheimt með fasteignagjöldum sveitarfélaga. Þau sveitarfélög þar sem fyrirtækið innheimtir gjöldin nú í annað skipti eru Reykjavík, Akranes, Borgarbyggð og Álftanes, þar sem Orkuveitan á og rekur vatnsveituna. Nú í ár bætist við innheimta á vatnsgjöldum í Stykkishólmi og í Grundarfirði, í Hvalfjarðarsveit og í Úthlíð í Biskupstungum.
Alls er sendur út 59.401 álagningaseðill til 47.812 viðskiptavina.
Breyting á álagningu í fyrra
Þegar Orkuveitan tók við innheimtu gjaldanna var sú breyting gerð að álagning fráveitugjaldsins varð með sama móti og vatnsgjaldsins. Bæði eru sett saman úr fastagjaldi á hverja matseiningu í fasteignamati og síðan er greitt gjald á hvern fermetra húsnæðis. Fjárhæð gjaldsins er mismunandi eftir sveitarfélögum. Í Reykjavík er fastagjaldið 8.263,17 krónur árið 2012 og breytilega gjaldið 318,95 krónur á hvern fermetra á ári. Það þýðir að af 100 fermetra íbúð er heildargjaldið 40.158,17 kr. og á hvern gjalddaga falla því 4.462 krónur.
Upplýsingasíða um vatns- og fráveitugjöld
Á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is, er að finna sérstaka síðu með nánari upplýsingar um álagningu gjaldanna. Þar er einnig hægt að koma á framfæri spurningum og athugasemdum.

 

Slóðin er http://www.or.is/Heimili/Innheimtavatnsogfraveitugjalda.

 

(Fréttatilkynning frá Orkuveitu Reykjavík)

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00