Fara í efni  

Akranesviti opnaður fyrir almenning

Í dag, 31. maí undirrituðu Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fyrir hönd Akraneskaupstaðar og Hilmar Sigvaldason  fyrir hönd áhugaljósmyndaklúbbsins Vitans,  samstarfssamning til þriggja ára. Markmið samstarfsins er að virkja ljósmyndun sem áhugamál hjá almenningi á Akranesi og  skapa um leið öflugan vettvang til menningarviðburða á þessu sviði.


Akraneskaupstaður útvegar ljósmyndaklúbbnum húsnæði og aðstoðar Vitann við sýningar, t.d. í tengslum við Vökudagana. Vitinn mun annast fræðslu um ljósmyndun fyrir ýmsa hópa, m.a. grunnskólabörn og  eldri borgara. Ennfremur mun Vitinn taka að sér að heimsækja fyrirtæki á Akranesi og taka myndir af fólki við dagleg störf auk þess að mynda húsin í bænum  í samstarfi við Ljósmyndasafn Akraness.  


Einnig var gerður sérstakur viðauki við samninginn til eins árs en í honum felst að áhugaljósmyndararfélagið sér um að halda Akranesvita opnum fyrir almenning alla daga í sumar frá kl. 10 til 12.00 og opnar vitinn á morgun, laugardaginn 1. júní.


Á myndinni sjást Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Hilmar Sigvaldson ásamt þeim Magnúsi Frey Ólafssyni, formanni  samtaka ferðaþjónustuaðila á Akranesi,  Gunnar Viðarssyni, Þorvaldi Sveinssyni, Guðmundi  Bjarka Halldórssyni og  Eyjólfi Matthíassyni  frá áhugaljósmyndaklúbbnum Vitanum og Kristjáni Gunnarssyni umsjónarmanni fasteigna Akraneskaupstaðar.


Sjá hér myndir sem teknar voru við undirritunina

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00